Bjartari tímar

Það er eilítið skrítið að sitja hér og skrifa svo opinskátt um líðan og atvik. Þetta hefði ég aldrei gert fyrir nokkrum árum. En með þessu fæ ég örlitla útrás; kannski áþekk því að tala við góðan sálfræðing (sem þó eru vandfundnir). Með þessum hætti, ásamt lyfjameðferðinni, hef ég náð býsna góðum árangri. Líðanin er mun betri, en vissulega koma dagar inn á milli sem ég óska þess heitast að hafa aldrei fæðst. Þeim fer þó sífellt fækkandi, til allrar lukku. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ættingjar og vinir hefðu ekki stutt við mig, þrátt fyrir slæma framkomu og hegðun á köflum. Að vakna er sigur út af fyrir sig. Að fara á fætur er annar, og eins að klæða sig í föt. Þá tekur við um 14-16 tíma bið, þar sem ég reyni að hugsa jákvætt og gera eitthvað uppbyggilegt....

Lesa meira

Bakþankar

Það hendir sig æ oftar að ég lít aftur um farinn veg, og hugsa gjarnan með mér, hvað hefði ég getað gert betur. Niðurstaðan reynist alltaf sú sama; ekkert. Hefði ég breytt öðruvísi væri ég ekki sama persóna í dag. Reynslan skapar manninn, og almennt á litið tel ég mig ekki slæma manneskju. Vissulega hef ég mína bresti og fortíðardrauga líkt og aðrir. En það eru einmitt þessir andartaks valkostir sem skapa persónuna. Ég sé eftir ýmsu, en þó ekki. Tilfinningin er áþekk þeirri  að kaupa sér ís í brauði í stað heimilisbrauðs fyrir fjölskylduna. Skömm, eftirsjá, eigingirni, breyskleiki. Ég þrái ekkert meira en eðlilegt líf, með fjölskyldu og vinum, gegnum súrt og sætt. En það sem mér þykir sárast er hvernig ég hef komið fram við vini og ættingja á síðustu mánuðum. Hef...

Lesa meira

Enn er ég einhentur

Nú eru 18 sólarhringar liðnir frá því vinstri höndin sofnaði, og ómögulegt virðist að vekja hana af værum blundi. Læknirinn mælti með raflostsmeðferð (og nei, það eru ekki afturhvörf til 1940), en slíkt kostar hér um bil handlegg. Svo ég bíð enn og vona. Þetta er fremur óþægilegt fyrir mann sem aðeins gengur í hnepptum skyrtum og eilítið „betri“ buxum. Verst þykir mér þó að geta ekki orðið að neinu gagni á heimilinu sem að ráði telur, sér í lagi nú þegar móðir mín jafnar sig eftir skurðaðgerð. Ekki get ég spilað á hljóðfærin heldur, og er almennt til meiri ama en gagns. Að öðru leiti er lundin að léttast ögn, stöðugri dag frá degi. Smá sigrar hér og þar, sem er vel, en betur má ef duga skal. Nú brá svo við að útsendarar EURid höfðu samband við mig og...

Lesa meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Enn er ég einhentur, skrifa þetta með tveimur fingrum. Dagarnir líða hjá í þokumóðu. Byrjaður á nýjum lyfjum sem virka betur. Sannkallað happ bar þó á mína góma fyrir skemmstu. Alltaf ánægjulegt að endurnýja gömul og góð kynni. Svo er aðeins spurning hvert þau munu leiða. Í fyrsta sinn í langan tíma er ég fremur bjartsýnn. En skjótt geta veður skipast í lofti, svo ég reyni að halda væntingum í hófi. Annars hefur mestan snjó leyst hér á Borg í Grímsnesi, Það er í mesta lagi 4-6 sentimetrar jafnfallið. Veður milt og gott, þó hann hvessi einstöku sinnum.

Lesa meira

Brenndar brýr

Orðtak nokkuð segir að maður brenni allar brýr að baki. Það á vel við mig um þessar mundir. Ég hef komið illa fram við fólkið sem stendur mér næst, oftar en ekki með þeim afleiðingum að loku er skellt fyrir frekari samskipti. Ég iðrast innilega, en fyrirgefning er ekki sjálfsagður hlutur. Svo mikið skil ég nú. En ég er á batavegi; geri mér betur grein fyrir vandanum nú en áður, reyni að takast á við hann með öllum aðferðum. Það tekur tíma. Sá er sagði að „tíminn lækni öll sár“ hafði rétt fyrir sér að nokkru leiti, en sum sár gróa aldrei. Sama hvað er reynt. Þau má deyfa, bæla, en ekki lækna. Það er reynsla. Hver dagur er uppfullur af nýjum tækifærum og reynslu, þó hún sé ekki öll góð. Hægt og rólega átta ég mig á ný. Reynslan þarf ekki nauðsynlega að...

Lesa meira

Vinur í raun

Margir hafa hvatt mig áfram og stutt mig í gegnum síðustu vikur. Fjölskylda, vinir og kunningar. Það er gott að geta sótt styrk til annarra, og greiðinn verður seint endurgoldinn. Einhver sagði mér að  fyrst yrði ég að hjálpa sjálfum mér, áður en ég hjálpaði öðrum. Ég tel því öfugt farið. Að vera til staðar fyrir aðra veitir mér einnig styrk til að takast á við eigin vandamál. Það er notaleg tilfinning að hjálpa öðrum og eftirsótt. Jólin í ár hafa reynst mér erfið. En með aðstoð vina og ættingja hef ég komist nokkurn veginn klakklaust í gegnum dagana. Hver dagur, hver stund er bardagi við djöflana sem vilja draga mig niður. En ég ætla ekki að gefast  upp, heldur brynja mig og vopna, og berjast áfram. Þökk sé ykkur. Orð fá því seint lýst hve vænt mér þykir um þá...

Lesa meira

Samantekt, 2014

Margt hefur gerst og breyst á líðandi ári. Átta ára sambandi lauk í vor, skömmu síðar missti ég húsnæði á nauðungaruppboði. Tók að mér verkefni fyrir ákveðið fyrirtæki, og var ráðinn skömmu síðar. Illu heilli, og þrátt fyrir fögur loforð og fyrirheit, entist það ekki lengi. Í júlí kynntist ég yndislegri konu og barni, og varði löngum stundum með þeim. Við ferðuðumst, spiluðum og lékum okkur, rétt eins og hamingjusöm fjölskylda. Það voru yndislegir tímar. En það samband entist heldur ekki lengi. Ég sakna þeirra enn, og sá dagur líður ekki að ég hugsi ekki til þeirra. Tilfinningin er lamandi enn þann dag í dag. Stúlkan er mín fyrsta hugsun að morgni og sú síðasta að kvöldi. Síðla októbers reyndi ég að fyrirfara mér, og í kjölfarið leitaði ég mér læknisaðstoðar. Nú...

Lesa meira