Heimskupör

Í gegnum tíðina hef ég framið hin og þessi heimskupör. Þau hafa markað mig, þó ég hafi komist sæmilega vel frá flestum. Hef oft staðið höllum fæti í lífinu, en sem betur fer aldrei villst algerlega af réttri braut. En ég hef einnig gert hluti sem ég er stoltur af. Þeir rifjast upp einstöku sinnum. Í dag man ég ekki eftir neinu sem ég tel mér til kosta. Stærstu mistök lífs míns til þessa áttu sér stað í lok október þessa árs, þegar ég reyndi að binda endi á líf mitt. Þá brást ég fjölskyldu, vinum og vandamönnum, á ófyrirgefanlegan hátt. Fyrir vikið glataði ég því sem hafði verið að byggja upp um sumarið. Er ekki ótrúlegt hvað ein aðgerð getur haft mikil áhrif? Sem forritari hef ég hef séð það svo ótal oft áður, eins í daglegum samskiptum, en samt virðist ég aðeins...

Lesa meira

Göngutúrar

Sem barn upplifði ég ýmis ævintýr með Hartmanni afa.  Við útbjuggum okkur smá nesti; kex, drykk og jafnvel smurt brauð. Svo örkuðum við af stað, ýmist til suðurs eða norðurs frá Hafnarstræti 88. Stundum gengum við út í fjöruna við Krossanes, stundum gengum við út í Kjarnaskóg. Í hvert sinn lærði ég eitthvað nýtt. Hann kenndi mér heiti á ýmsum steintegundum, íslensku og fleira gaman. Ef vel lá á honum, orti hann jafnvel stöku á leiðinni. Þetta voru yndislegar stundir, og litlir barnsfætur dauðuppgefnir eftir allt þrammið. Stundum voru þetta allt að fimm til sex tíma göngur. Svo brá svo við á stundum að hann þurfti að vinna, og ég fékk að fljóta með þónokkrum sinnum. Lærði helstu handtök við smíðar og múrverk, Um kvöldin spiluðum við á spil, eða föndruðum saman...

Lesa meira

Hugarrót

Ég á erfitt með festa reiður á hugsunum mínar um þessar mundir. Stekk úr einu í annað, jafnan yfir í etthvað neikvætt, Augnablik er ég glaður og kátur, það næsta er ég sokkinn í hyldýpi vonleysis og sjálfsvorkunnar. Verst er að geta ekkert að því gert. Að hafa ekki stjórn á eigin hugarfari. Lyfin slá á, en ekki nægjanlega. Sumar stundir vildi ég aðeins ljúka þessu af; aðrar, finn ég til sektarkenndar vegna eigingirninnar, og reyni að halda áfram. Það er undarlegt að hugsa til þess að fyrir nokkrum árum átti ég allt, nema það sem ég þráði mest. Fjölskyldu, ást og hamingju. Svo missti ég það. Á móti öðlaðist ég það sem upp á vantaði í sumar. En glataði því líka. Í kjölfarið brutust upp ýmis óleyst sálarmál. Mál sem ég er enn að reyna að vinna úr. Mál sem ég ætla að...

Lesa meira

Bíta á jaxlinn?

Hvert sem ég sný mér, er mér nær undantekningarlaust sagt að „bíta á jaxlinn“. Það er einmitt það sem kom mér í þá stöðu sem ég er í dag. Fólk sem ekki þekkir til, ætti síður að gefa ráðleggingar. En það er víst hugurinn að baki sem gildir, og ég skil það. Þrátt fyrir þunglyndi og annað, þá koma rof á milli þar sem skynsemin blæs í gegn. Býst við að það sem ég reyni að segja, er, ef þú kannt ekki lausn á vandanum, láttu þér þá nægja hlý orð og fögur í stað ráðlegginga. Þau eru ómetanleg, einskonar haldreipi tilverunnar. Nú þykist ég einnig skilja að flestir munu ekki nenna að lesa þessa pistla, eins niðurdrepandi og leiðinlegir þeir eru. Dagurinn í dag er óvenju slæmur. Ætlaði mér til borgarinnar að hitta gamla vinnufélaga og vini yfir léttum...

Lesa meira

Vogun vinnur, vogun tapar

Gæfan er fallvölt. Almennt trúi ég því að maður uppskeri líkt og maður sáir. En á því eru til undantekningar, líkt og flestu. Ég átti undursamlegt ástarævintýr í sumar og fram á haust. Stormasamt á köflum, en góðu stundirnar vega upp á móti því. Engu að síður er erfitt að bíta úr nálinni með að vera einskonar „varahjól“ fyrir annan mann. Smáatriðin skipta engu máli, en þarna missti ég allt sem ég átti, og ríflega það. Það, sem og uppsöfnuð vandamál í gegnum ævina ýttu mér yfir brúnina í lok október. Það var aldrei spurning, aðeins tímaspursmál. En dag frá degi geri ég mér æ betur grein fyrir vandanum. Æskuárin erfið, sífellt sull og fyllerí í kringum mig. Kynferðisleg misnotkun af nánum ættinga. Einelti í skóla. Svo mætti lengi telja. Nú reyni ég að...

Lesa meira

Lyf og líferni

Það er nokkuð áhugavert að frá því greina hvaða áhrif lyf geta haft á líkamann. Í mínu tilviki virðast til dæmis aukaverkanirnar fleiri og verri en kostirnir. Vissulega slá þessar töflur á „geðdeyfðina“, nema hvað, þau deyfa mig aðeins meira, í stað þess að leysa nokkurn vanda. Kaldhæðnislegt að þunglyndislyf geti ýtt undir hvatir til sjálfsmorðs, finnst ykkur ekki? Róandi og kvíðastillandi geta valdið ofsóknarkennd, óeirð og þaðan af verra. Flest eiga þau sameiginlegt að aukaáhrifin eru almennt verri en verkunin sem þau eiga að hafa. Í mínu tilviki, þá er ég hreint ekki viss hvort að töflurnar geri mér nokkuð gott. Ég er dofinn á meðan ég tek þau, tilfinningalega og líkamlega. En ef ég sleppi einu þeirra, þá koma fráhvarfseinkenni aðeins nokkrum...

Lesa meira

Depurð

Depurð er fallegt orð, þrátt fyrir að vera hlaðið neikvæðum tilfinningum. Íslenskan er fallegt mál, margslungið og órætt oft á tíðum. En tungumál eru ekki mergur þessa pistils. Heldur tilfinningar. Eitt sinn var ég ofur venjulegur piltur, hæfilega lífsglaður og áhyggjulaus. Árin liðu, lífsviðhorfin og ábyrgðartilfinningar breyttust, og fyrr en varði, var ég sligað gamalmenni undan kvöðum heimsins í kringum mig. Þá hafði ég vart náð unglingsárum. En ég beit á jaxlinn! „Fyrr skal ég brotna en bogna“, sagði einhver. Í vetur brotnaði ég. Ég reyndi að taka mitt eigið líf. Kaldhæðni örlaganna varð til þess að ég náði því takmarki ekki, en mátti þó litlu muna. Þá loksins gerði ég mér grein fyrir því hvað ég hef gengið í gegnum, lokað úti og hundsað. Til að virðast...

Lesa meira